Um okkur

Um Skíðasport

Skíðasport ehf var stofnað á vormánuðum 2009. Fyrirtækið er með einkaumboð á Íslandi fyrir Garmont skíðaskó og Elan skíðabúnað. Tilurð fyrirtækisins má rekja til þess að Björgvin Björgvinsson sem verið hefur fremsti skíðamaður Íslands um árabil komst á samning hjá Garmont og Elan árið 2008 og hann fann strax að þarna væri hann komin með "réttu græjurnar". Björgvin hófst því handa við að fá umboðið fyrir þessar vörur á Íslandi því hann vildi gjarnan að fleiri fengju að láta ljós sitt skína í brekkunum á Garmont og Elan. Það hafðist allt rétt fyrir Andrésar Andarleikana 2009 og í framhaldi af því var farið að kynna græjurnar vítt og breitt um landið. Viðtökurnar hafa verið frábærar og það er alveg ljóst að það verður mikið af grænum skíðum í brekkunum á skíðamótum komandi vetrar. Skíðasport mun hafa með höndum beina sölu og þjónustu á skíðabúnaði til æfingarkrakka en jafnframt er stefnt að því að koma búnaðinum í verslanir fyrir veturinn 2010/2011 þannig að almenningur eigi greiðari aðgang að þessum frábæru vörum.

About Us

This is your about us page.

Karfan þín er tóm