Gea RS2 fjallaskíðaskórnir frá Scarpa eru hannaðir fyrir konur og þessi nýja og endurbætta útgáfa gefur ennþá betri svörun og stjórn á skíðunum í rennsli. Skórnir eru léttir (1250 g., stærð 250) og það ásamt 60° hreyfingu á efri hlutanum gerir þá mjög þægilega á göngu. Í Gea RS 2 skónum er Carbon lag steypt í botnstykkið sem gerir skóna stífari og skilar sér í betri stjórn á skíðunum. Léttir og vandaðir skíðaskór.
Helstu eiginleikar:
Skel: Carbon Grilamid LFT Smellur: 3 Sóli: Cayman Pro Þyngd: 1260 Gr. (250) Stærðir: 225 – 270 Bindingar: Alpine Touring TLT Innri skór: Cross Fit Intuition Pro Flex wmn